Birkir Ívar: Ég var fyrir í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:48 Birkir Ívar, til vinstri, átti góðan leik í dag. Mynd/Valli „Það er stundum engin mikil kúnst við það að verja víti - kannski meira að vera bara fyrir. Og ég var svolítið fyrir í dag,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í léttum dúr. Hann átti stóran hlut í sigri sinna manna á Akureyri í kvöld, 23-22. Birkir Ívar varði 21 skot, þar af fjögur af þeim sjö vítaköstum sem hann fékk á sig í leiknum auk þess sem eitt til viðbótar hafnaði í slánni. Leikurinn var þó í járnum síðustu mínúturnar eftir að Haukar höfðu verið skrefi framar lengst af í leiknum. „Þetta var einn af þessum leikjum sem æxlaðist svona. Það var lítið skorað og það var ekki mikill handbolti í þessu. En mér er alveg sama, við unnum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Birkir Ívar. „Mér fannst Akureyri spila aðeins betur ef eitthvað er. Heppnin var þó stundum með okkur og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt er að útskýra. Mér fannst við ekki eiga það sérstaklega mikið inni að vinna þennan leik, en það er ekki alltaf spurt að því.“ Hann sagði varnarleik sinna manna ekkert sérstaklega góðan í kvöld. „Við vorum nokkuð staðir og það vantaði grimmdina. Hún kom stundum upp en í allt of stuttan tíma. En mótið er ungt og við erum með ungt lið sem þarf að slípa betur saman.“ „Við erum með marga unga og efnilega stráka sem geta verið góðir ef sá gállinn er á þeim en þeir geta líka verið svolítið óstöðugir í sínum leik. Það er gallinn - við getum átt góða leiki bæði í vörn og sókn en svo átt slæma leiki líka inn á milli.“ „Stöðugleikinn mun skila sér með góðum æfingum, vinnu og elju - og þetta er allt að koma.“ Olís-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
„Það er stundum engin mikil kúnst við það að verja víti - kannski meira að vera bara fyrir. Og ég var svolítið fyrir í dag,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í léttum dúr. Hann átti stóran hlut í sigri sinna manna á Akureyri í kvöld, 23-22. Birkir Ívar varði 21 skot, þar af fjögur af þeim sjö vítaköstum sem hann fékk á sig í leiknum auk þess sem eitt til viðbótar hafnaði í slánni. Leikurinn var þó í járnum síðustu mínúturnar eftir að Haukar höfðu verið skrefi framar lengst af í leiknum. „Þetta var einn af þessum leikjum sem æxlaðist svona. Það var lítið skorað og það var ekki mikill handbolti í þessu. En mér er alveg sama, við unnum og það er það sem skiptir máli,“ sagði Birkir Ívar. „Mér fannst Akureyri spila aðeins betur ef eitthvað er. Heppnin var þó stundum með okkur og þetta er bara einn af þessum leikjum sem erfitt er að útskýra. Mér fannst við ekki eiga það sérstaklega mikið inni að vinna þennan leik, en það er ekki alltaf spurt að því.“ Hann sagði varnarleik sinna manna ekkert sérstaklega góðan í kvöld. „Við vorum nokkuð staðir og það vantaði grimmdina. Hún kom stundum upp en í allt of stuttan tíma. En mótið er ungt og við erum með ungt lið sem þarf að slípa betur saman.“ „Við erum með marga unga og efnilega stráka sem geta verið góðir ef sá gállinn er á þeim en þeir geta líka verið svolítið óstöðugir í sínum leik. Það er gallinn - við getum átt góða leiki bæði í vörn og sókn en svo átt slæma leiki líka inn á milli.“ „Stöðugleikinn mun skila sér með góðum æfingum, vinnu og elju - og þetta er allt að koma.“
Olís-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira