Við hefðum getað heitið Hvalbúðarhúðlendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. október 2011 18:27 Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Íslenskan var orðin til sem mállýska þegar á tíundu öld en það var ekki fyrr en á fimmtándu öld sem aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja okkur. Málfræðingur sem flutti erindi um þetta í dag sagði okkur einnig að fólkið sem byggði Ísland var í elsta ritaða texta kallað Álhiminslendingar og síðar Hvalbúðarhúðlendingar. Það voru Norræna félagið og Þjóðminjasafnið sem fengu Aðalstein Davíðsson, orðabókarhöfund og málfræðing, til að fræða fólk um upphaf íslenskrar tungu og hann vill telja þjóðtunguna jafngamla Alþingi. Aðalsteinn segir að íslenskan, sem sérstök norræn mállýska, hafi hlotið að verða til á fyrstu 70-80 árum landnáms, og nálægt árinu 930, þegar Íslendingar setja eigin lög. Íslenskuna hljóti að mega rekja til ársins 930 þegar Íslendingar stofna eigið samfélag, segir Aðalsteinn. Það liðu þó fimmhundruð ár þar til aðrir Norðurlandabúar hættu að skilja íslensku. Aðalsteinn segir að gera megi ráð fyrir því að einhverntíma á fimmtándu öld hafi íslenskan orðið óskiljanleg fyrir Norðmenn. Það sé hins vegar ekki ljóst hve lengi Norðmenn héldu máli sínu jafn fornlegu. Fyrir Dani og Svía sé sennilegt að íslenskan hafi verið orðin óskiljanleg um 1400. Aðalsteinn sagði okkur að elsta ritað heiti á þjóðinni sem byggði Ísland, er Álhiminslendingar. Það er úr lausavísu frá því um 970, sem talin er eftir Eyvind Finnsson skáldspilli, norskt hirðskáld. Nafnið Álhiminslendingar var ritað áður en heitið Íslendingar sést fyrst ritað. En þetta hefði getað orðið enn verra þegar menn voru að ákveða hvað ætti að nefna þessa nýju þjóð því heitið Hvalbúðarhúðlendingar birtist í vísu á 12. öld eftir Hauk Valdísarson. Bæði orðin, álhiminn og hvalbúðarhúð, eru þó kenningar og tákna bæði hafís, að sögn Aðalsteins. Himinninn yfir álnum er ís og hvalbúðarhúð er skinnið yfir sjónum, það er ís. Bæði þessi orð, Álhiminslendingar, og Hvalbúðarhúðlendingar, tákna því það sama: Íslendingar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira