Erlent

Vilja minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá

drottningin Vinstri stjórnin í Danmörku vill minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá og færa það til samræmis við raunverulega stöðu í stjórnkerfinu.
nordicphotos/afp
drottningin Vinstri stjórnin í Danmörku vill minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskrá og færa það til samræmis við raunverulega stöðu í stjórnkerfinu. nordicphotos/afp
Ný ríkisstjórn jafnaðarmanna, sósíalista og róttækra í Danmörku hyggur á breytingar á stjórnarskránni, en henni hefur lítið verið breytt síðan 1953. Meðal boðaðra breytinga er innleiðing Mannréttindasáttmála Evrópu og breytingar á hlutverki konungsvaldsins.

Zenia Stampe, sem er talsmaður róttækra í stjórnarskrármálum, segir, í samtali við Berlingske Tidende, að flokkur hennar sé lýðræðissinnaður og því sé sjálfsagt að minnka vægi konungsvaldsins í stjórnarskránni til samræmis við raunverulegt hlutverk þess sem situr í hásætinu hverju sinni.

Samkvæmt orðanna hljóðan í stjórnarskránni gegnir konungur eða drottning Danmerkur margs konar hlutverki, meðal annars í milliríkjasamskiptum og við framlagningu lagafrumvarpa. Raunverulegt vald liggur hins vegar hjá ríkisstjórninni og þessu vilja stjórnvöld nú breyta.

Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að með þessum hugmyndum eigi að nútímavæða dönsku stjórnarskrána. Hún hafi litlum breytingum tekið í gegnum tíðina, enda sé hún oft tekin sem dæmi um að of miklar hömlur séu settar á breytingar á stjórnarskrá. Tvö þing þurfi að samþykkja þær og ný stjórnarskrá sé borin undir þjóðaratkvæði. Hugmyndir stjórnvalda séu því fráleitt fastar í hendi.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×