Sló í gegn hjá írönskum leigubílstjóra 13. október 2011 13:00 Ein heimsálfa eftir Blái hnötturinn kemur út í Brasilíu og Norður-Ameríku á næstunni og er þá Eyjaálfa eina heimsálfan sem bókin á eftir. Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira
Forlagið gekk í gær frá samningum við brasilískt forlag um útgáfu á barnabókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Bókin er því væntanleg í öllum byggðum heimsálfum nema einni, Eyjaálfu, því útgáfa hennar hefur þegar verið skipulögð í Norður-Ameríku á næsta ári. Bókamessan í Frankfurt var sett á þriðjudagskvöld að viðstöddu margmenni og þótt rithöfundur og forleggjarar séu á hverju strái sitja þeir fæstir að sumbli á börunum við að ræða nýjustu strauma og stefnur. Margir af hinum íslensku rithöfundum eru á flakki um allt Þýskalandi, að lesa upp úr bókum sínum og nýta sér þá miklu umfjöllun sem íslenskar bækur fá þessa vikurnar. Andri Snær er engin undantekning á því; hann verður í Þýskalandi í tíu daga að lesa upp úr verkum sínum. „Þetta er svona síðbúið bakpokaferðalag,“ segir Andri í samtali við Fréttablaðið. Hann var þá reyndar staddur í Frankfurt en var á leiðinni til Mainz. „Það eru margir í mínum sporum og ég held að Hallgrímur [Helgason] sé jafnvel verri en ég, hann ætlar að vera í þriggja vikna upplestraferð,“ segir Andri sem er ákaflega hrifinn af íslenska skálanum á bókamessunni, finnst hann vera hálfgerð vin í öllu þessu brjálæði. Þjóðverjar virðast fylgjast vel með bókamessunni, allavega var íranskur leigubílstjóri með allt á hreinu þegar Andri fékk far hjá honum í Köln. „Hann spurði hvaðan ég væri og þegar ég hafði kynnt mig sagðist hann einmitt hafa verið að lesa grein um bókamessuna. Og endaði á því að gefa mér helmingsafslátt af farinu,“ útskýrir Andri sem launaði honum að íslenskum sið, gaf honum áritað eintak af þýsku þýðingunni á Draumalandinu. - fgg
Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Fleiri fréttir Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Sjá meira