Fær fullt hús eða fjórar stjörnur 13. október 2011 22:00 Björk hefur fengið frábæra dóma fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum. Björk Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum.
Björk Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira