Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 14:39 Kristján Möller segir réttara að tala um notendagjöld en vegtolla Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. „Nei, þetta kemur mér ekki á óvart," segir Kristján. Hann bendir á að hingað til lands hafi komið á síðasta ári Norðmenn sem deilt hafi reynslu sinni af upptöku vegtolla og að þar í landi hafi um fimmtíu til sextíu prósent mótmælt harðlega í upphafi. „Þetta er ósköp eðlilegt. Fólk er að mótmæla ýmsum hækkunum sem dynja á landi og þjóð á þessum erfiðu tímum," segir Kristján.Ekki tollur heldur notendagjöld Hann hefur öllu meiri áhyggur af framsetningu FÍB á hugmyndum um vegtolla. „Mér finnst sorglegt hvað FÍB rangtúlkar allt í þessu samhengi og setur fram vitlausar tölur. Það er mjög alvarlegt," segir Kristján. Hann leggur áherslu á í raun sé rangnefni að kalla umrædd gjöld vegtolla og segir réttara að tala um notendagjöld. Þá segir hann miklu skipta í umræðunni að útfærsla notengagjaldanna liggi alls ekki fyrir, hún bíði þverpólitískrar nefndar sem ráðherra samgöngumála skipar og hefur nefndin þrjú til fjögur ár til að komast að endanlegri niðurstöðu. „Ég geri ráð fyrir að hugmyndirnar verði útfærðar með sem sanngjörnustum hætti og að hætti jafnaðarmennsku," segir Kristján. Lagt er upp með að notendagjöldin séu lausn til framtíðar og að í framhaldinu leggist af sérstök bensíngjöld og díselgjöld. Þannig verði skapað meira jafnræði milli ökutækja.Endanleg útfærsla ekki ljós Hann bendir á að fjöldi hugmynda að útfærslum á notendagjöldunum liggi fyrir og að FÍB hafi í útreikningum sínum ákveðið að taka út ákveðnar hugmyndir, sem er alls ekki ljóst að verði notaðar, og byggt málflutning sinn á þeim. Kristján segir ekki tímabært að tala um endanlegar tölur í þessu sambandi. Áður þurfi að liggja fyrir upplýsingar um þrjá gunnþætti; framkvæmdakostnað, vaxtakjör af lánum og umferðarmagn sem og tegund umferðar. „Þessar þrjár breytur skipta öllu máli um hver endanleg niðurstaða verður," segir Kristján. Honum finnst framganga FÍB í baráttunni gegn notendagjöldum ekki til fyrirmyndar. „Þetta eru ófagleg vinnubrögð," segir hannÞverpólitísk sátt „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint," segir Kristján. Hann lagði sjálfur fram frumvarp um vegaframkvæmdirnar, lántöku og veggjöldin þegar hann var samgönguráðherra og var það samþykkt tæplega fimmtíu greiddum atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. „Enginn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu," segir hann. Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. „Nei, þetta kemur mér ekki á óvart," segir Kristján. Hann bendir á að hingað til lands hafi komið á síðasta ári Norðmenn sem deilt hafi reynslu sinni af upptöku vegtolla og að þar í landi hafi um fimmtíu til sextíu prósent mótmælt harðlega í upphafi. „Þetta er ósköp eðlilegt. Fólk er að mótmæla ýmsum hækkunum sem dynja á landi og þjóð á þessum erfiðu tímum," segir Kristján.Ekki tollur heldur notendagjöld Hann hefur öllu meiri áhyggur af framsetningu FÍB á hugmyndum um vegtolla. „Mér finnst sorglegt hvað FÍB rangtúlkar allt í þessu samhengi og setur fram vitlausar tölur. Það er mjög alvarlegt," segir Kristján. Hann leggur áherslu á í raun sé rangnefni að kalla umrædd gjöld vegtolla og segir réttara að tala um notendagjöld. Þá segir hann miklu skipta í umræðunni að útfærsla notengagjaldanna liggi alls ekki fyrir, hún bíði þverpólitískrar nefndar sem ráðherra samgöngumála skipar og hefur nefndin þrjú til fjögur ár til að komast að endanlegri niðurstöðu. „Ég geri ráð fyrir að hugmyndirnar verði útfærðar með sem sanngjörnustum hætti og að hætti jafnaðarmennsku," segir Kristján. Lagt er upp með að notendagjöldin séu lausn til framtíðar og að í framhaldinu leggist af sérstök bensíngjöld og díselgjöld. Þannig verði skapað meira jafnræði milli ökutækja.Endanleg útfærsla ekki ljós Hann bendir á að fjöldi hugmynda að útfærslum á notendagjöldunum liggi fyrir og að FÍB hafi í útreikningum sínum ákveðið að taka út ákveðnar hugmyndir, sem er alls ekki ljóst að verði notaðar, og byggt málflutning sinn á þeim. Kristján segir ekki tímabært að tala um endanlegar tölur í þessu sambandi. Áður þurfi að liggja fyrir upplýsingar um þrjá gunnþætti; framkvæmdakostnað, vaxtakjör af lánum og umferðarmagn sem og tegund umferðar. „Þessar þrjár breytur skipta öllu máli um hver endanleg niðurstaða verður," segir Kristján. Honum finnst framganga FÍB í baráttunni gegn notendagjöldum ekki til fyrirmyndar. „Þetta eru ófagleg vinnubrögð," segir hannÞverpólitísk sátt „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint," segir Kristján. Hann lagði sjálfur fram frumvarp um vegaframkvæmdirnar, lántöku og veggjöldin þegar hann var samgönguráðherra og var það samþykkt tæplega fimmtíu greiddum atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. „Enginn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu," segir hann.
Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06
Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09