Stjarnan vann í gær sigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í gær en þetta var fjórða tap Grindvíkinga í röð í deildinni.
Grindavík er enn í fjórða sæti deildarinnar en Stjarnan er nú aðeins fjórum stigum á eftir þeim í því fimmta. Haldist sú staða óbreytt til loka deildarkeppninnar munu þessi lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en fjórar umferðir eru eftir af deildinni.
Grindavík mætir KR í úrslitum Powerade-bikarkeppni karla um helgina og þurfa að finna aftur sitt gamla form fyrir þann leik ætli liðið sér að klófesta bikarinn.
Vilhelm Gunnarsson var í Garðabænum í gær og tók þessar myndir.