Innlent

Björk og Ómar ætla að syngja dúett

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björk Guðmundsdóttir ætlar að syngja dúett með Ómari Ragnarssyni.
Björk Guðmundsdóttir ætlar að syngja dúett með Ómari Ragnarssyni.
Björk Guðmundsdóttir söngkona og Ómar Ragnarsson lífskúnstner og fyrrum fréttamaður ætla að syngja dúett saman í Norræna húsinu á fimmtudaginn. Þá hefst karokímaraþon, til stuðnings íslenskrar náttúru, sem mun standa allt fram á laugardag.

„Það getur hver sem er komið og sungið lag. Og við ætlum að reyna að syngja auðlindirnar okkar til baka," sagði Björk í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Björk segir að hægt verði að velja úr sextánþúsund lögum til að syngja og von sé á að bæði einstaklingar og kórar taki þátt. Björk segist ekki vera alveg óvön því að syngja í karókí. „Maður hefur laumast svona, stundum eftir nokkra drykki," segir Björk.

Öllum verður velkomið að taka þátt í þessu karokí en nokkrir þekktir einstaklingar munu hefja leikinn. Það verða til dæmis Páll Óskar, Ólafur Stefánsson, Ragnhildur Gísladóttir, Hilmar Örn Hilmarsson. „Já og ég Ómar Ragnarsson ætlum að gera dúett, en við erum ekki alveg búin að ákveða hvaða lag við ætlum að taka," segir Björk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×