Innlent

Fjórtán mánaða gamalt barn fékk brennandi vatn yfir sig

Þorlákshöfn. Mynd/GVA
Þorlákshöfn. Mynd/GVA
Fjórtán mánaða gamalt barn var flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur frá Selfossi um fjögurleytið í dag. Foreldrar barnsins voru að sjóða vatn á hellu og litu frá því í örstutta stund en á þeim tíma teygði barnið sig í pottinn og fékk sjóðandi heitt vatnið yfir sig.

Atvikið átti sér stað í Þorlákshöfn í dag og keyrðu foreldrar barnsins til móts við sjúkrabíl frá Selfossi. Þegar á sjúkrahúsið á Selfossi var komið var tekin ákvörðun um að fara með barnið til Reykjavíkur þar sem það dvelur nú. Það er talsvert brunnið á bringu og höndum, sem og annars staðar á líkamanum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×