Jafnrétti í raun.... Sigurður Magnússon skrifar 5. febrúar 2011 06:00 Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir jafnrétti. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt, lög um launajöfnuð kvenna og karla kveða á um það. Þetta köllum við formlegt jafnrétti. En teygir það anga sína inn í nærumhverfi okkar, heimilið, skólann, vinnustaðinn? Í nýútkominni skýrslu frá norrænu ráðherranefndinni kemur fram að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaði hér á landi væri meginábyrgðin á heimilisstörfum og líðan stórfjölskyldunnar almennt enn á herðum kvenna. Konur eru því almennt undir miklu álagi varðandi samhæfingu fjölskyldu og atvinnulífs. Dæmi voru um að íslenskar konur sem tóku þátt í rýnihópum í skýrslunni hafi einnig borið ábyrgð á öldruðum foreldrum og jafnvel verið beðnar um að aðstoða einhleypa bræður sína við heimilisþrif. Annað dæmi var um einstæða móður sem fékk ekki vinnu vegna þess að hún átti ekki foreldra álífi né systur sem gæti hlaupið undir bagga með henni í veikindum barnsins. Hún átti hinsvegar tvo bræður, en það virtist einu gilda í þessu sambandi. Á vinnumarkaði virðist viðvarandi launamunur og ríkjandi viðhorf atvinnurekanda viðhalda hefðbundnum staðalmyndum kynjanna, samkvæmt skýrslunni. Það hefði síðan áhrif á stöðu kvenna inni á heimilunum þar sem karla þættu ómissandi starfskraftur í fyrirtækjunum og vinnan gengi því fyrir fjölskylduábyrgð. Forsenda jafnréttis á vinnumarkaði hlýtur því að vera sameiginleg ábyrgð foreldra á ummönnun barna og jöfn þátttaka í rekstri heimilisins. Ein skýrasta birtingarmynd þess hve litið er upp til feðraveldisins í þessu sambandi er hvernig samfélagið hefur talað upp karlanna t.d. hvað varðar fæðingarorlofið, á sama tíma og konur eru talaðar niður þegar kemur að jöfnum rétti kynjanna. Körlum er hrósað fyrir aukna þátttöku í fjölskyldulífi og ummönnun barna sinna á meðan konum er legið á hálsi að nýta ekki allt fæðingarorlof eða fara of fljótt aftur út á vinnumarkaðinn. Enn og aftur græða karlar á umræðunni um jafnréttismál, sem á að vera hagsmunamál beggja kynja. Auka þarf hlut karla inni á heimilum - og hlut kvenna utan þeirra, báðum í hag. Þegar við lítum á stjórnsýsluna blasir við okkur misréttið hvert sem litið er. Konur eru í miklum minnihluta í áhrifastöðum og hlutfall kvenna í nefndum og ráðum er í flestum tilfellum lægra en hlutfall karla, þrátt fyrir endurskoðun jafnstöðulaganna frá 2008. Þetta á líka við í stjórnum fyrirtækja og félagasamtaka. Samt eru konur helmingur þjóðarinnar. Þegar þessir þættir eru skoðaðir í heild hlýtur spurningin að vakna. Er jafnréttið mikið í raun? +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar