Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 11:31 Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Strandveiðar eru ekki bara kjölfesta í mörgum sjávarbyggðum heldur líka mikil menningarverðmæti sem ber að stórefla fyrir atvinnuöryggi og möguleika komandi kynslóða til að stunda sjósókn á eigin forsendum án þess að gerast leiguliðar stórútgerðarinnar sem hefur yfir að ráða milli 80 til 90% allra aflaheimilda í dag. Treystum Flokki fólksins til góðra verka. Ég hef nú tekið slaginn og er í framboði með Flokki fólksins sem er eini flokkurinn á Alþingi sem hefur á þessu kjörtímabili staðið með eflingu strandveiða og á móti kvótasetningu á grásleppu með framsali og braski sem veikir enn frekar strandveiðikerfið. Það verður að stöðva þessa sífelldu samþjöppun í fiskveiðistjórnunarkerfinu og efla fjölskyldufyrirtæki í smábátaútgerð um land allt. Verðmæti strandveiða. Á þessu ári var verðmæti strandveiðiafla um 5 milljarðar króna sem sýnir mikilvægi framlags þessarar atvinnugreinar til samfélagsins og þeirrar byggðafestu sem henni fylgir. Um 700 fjölskyldur byggja hluta afkomu sinnar af veiðunum og fjöldi afleiddra starfa verða til hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum í formi ýmiss konar verslunar og þjónustu. Þessi atvinnugrein hefur verið mikilvæg lífæð fyrir sjávarbyggðir víðsvegar um land. Sköðum ekki lífríki sjávar. Dragnótaveiðar á grunnslóð eiga ekki rétt á sér. Dragnótaveiðar skaða verulega sjávarbotninn og eyðileggja hrygningar- og uppvaxtarsvæði fiskistofna. Slíkar veiðar hafa verið leyfðar í Faxaflóa sem er viðkvæmt uppvaxtar og hrygningasvæði margra fiskistofna og þær munu skilja eftir sig til lengri tíma auðn, tóm og fiskleysi. Það er ekki hægt að réttlæta stórvirk þung botndræg veiðarfæri á grunnslóð eins og leyft hefur verið. Þetta þarf að stoppa strax. Sjálfbærar umhverfisvænar veiðar. Handfæraveiðar eru vistvænar og geta ekki valdið ofveiði eða raskað sjávarlífríkinu. Þær viðhalda öflugri strandveiðimenningu um land allt og styðja við ferðaþjónustu og skapa verðmæt störf í heimabyggð. Strandveiðar eru umhverfisvænar og hægt er að nota rafdrifin veiðarfæri og verið er að þróa umhverfisvæna orkugjafa fyrir strandveiðibáta. Í dag er olíueyðsla á hvert kíló af veiddum fiski minni vegna strandveiða, en vegna togveiða. Þjóðin styður öflugar strandveiðar. Í könnun Matvælaráðuneytisins sem gerð var í tengslum við verkefnið „Auðlindin okkar“ kom fram að 72% þjóðarinnar styðji eflingu strandveiða og að aflaheimildir til þeirra verði auknar verulega svo hægt sé að stunda að lágmarki 48 daga á sumri eins og alltaf var ætlunin. Undanfarið hafa veiðarnar verið stöðvaðar um mitt sumar sem er óásættanlegt og veldur eðlilega óánægju og togstreitu á milli landshluta þar sem fiskgengd er mismunandi á milli svæða. Það er mikilvægt að þingheimur hlusti á þjóðina og fari að vilja hennar. Flokkur fólksins mun berjast af alefli fyrir eflingu smábátaútgerðar, réttlæti í sjávarútvegi og vernda sjávarbyggðirnar. Höfundur skipar 2. sæti hjá Flokk fólksins í NV kjördæmi.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun