Viðskipti erlent

Danir gætu þurft að taka upp evru

Lars Løkke rasmussen Vill að Danir setji sitt mark á aukið samstarf evru­ríkjanna.nordicphotos/AFP
Lars Løkke rasmussen Vill að Danir setji sitt mark á aukið samstarf evru­ríkjanna.nordicphotos/AFP
„Svo gæti farið að á næstunni þurfi Danmörk að endurskoða afstöðu sína til evrunnar,“ sagði Lars Løkke Rasmus­sen, forsætisráðherra Danmerkur, í umræðum á danska þjóðþinginu í gær.

Danir eru í Evrópusambandinu en hafa haldið í dönsku krónuna, þótt gengi hennar sé beintengt gengi evrunnar.

Þjóðverjar og Frakkar hafa lagt til að efnahagslegt samstarf evruríkjanna verði mun nánara en verið hefur. Önnur ríki Evrópusambandsins hafa tekið misjafnlega vel í þær hugmyndir.

Ummæli Rasmussens í gær tengjast þessu. Hann sagðist á miðvikudag vilja að Danir tækju þátt í þessu nána samstarfi evruríkjanna, en reyndu jafnframt að hafa áhrif á hvernig því verði háttað.

Áður en af þátttöku Dana í nánara samstarfi evruríkjanna verður þurfi þó að efna til þjóðar­atkvæðagreiðslu í Danmörku um það, hvort landið eigi áfram að halda í krónuna eða hvort réttara sé að taka upp evru.- gb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×