Innlent

Bað fréttamenn að sýna tillitssemi

Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, var lítið tilbúinn að tjá sig um efni þingflokksfundarins í samtali við fréttamann sem var á staðnum. „Það er fundarhlé," sagði hann.

Var tekist á? „Í bróðerni, en ég býst ekki við neinu uppgjöri," sagði Árni Þór. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, var ekki tilbúinn að tjá sig og bað fréttamenn um að sýna tillitssemi vegna stutts hlés sem gert hefði verið á fundinum af persónulegum ástæðum, en gert var hlé svo þingmenn gættu verið viðstaddir útför föður Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, formanns þingflokksins sem er fjarverandi í barneignarleyfi.

Hlé var gert á fundinum klukkan þrjú og hefst hann að nýju klukkan fimm. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:30.


Tengdar fréttir

Segir alla styðja stjórnina

„Við vorum fyrst og fremst að fara yfir stöðuna almennt og fara yfir grundvöllinn og stjórnarsamstarfið og fá niðurstöðu í það til þess að það væri ekkert kjaftæði í gangi um það,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, að loknum þingflokksfundi í gærkvöldi.

Þingmenn VG funda í hádeginu - Leysum ágreining þó það hvessi

Þingflokkur Vinstri grænna fundar nú í hádeginu til að ræða þá stöðu sem upp er komin í þingflokknum eftir hjásetu þriggja þingmanna við atkvæðagreiðslu um fjárlög. Fundurinn hófst í hádeginu og þangað mættu ráðherrar og þingmenn.

Á ekki von á stórum tíðindum

Þingflokkur Vinstri grænna hittist á fundi í dag í fyrsta sinn síðan miklar deilur blossuðu þar upp í lok árs. Fundurinn hefst klukkan tólf. Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, kveðst ekki eiga von á að þar dragi til tíðinda. Fundurinn stendur þó fram á kvöld, en tekið verður um tveggja klukkustunda hlé um miðjan dag vegna jarðarfar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×