Innlent

Þriggja ára baráttujaxl

Tvenn hjón ætla að hlaupa hringinn í kringum Ísland á tveimur vikum en það jafngildir því að hvert og eitt þeirra hlaupi rúmt hálfmaraþon á hverjum degi. Yfirskrift verkefnisins er „Meðan fæturnir bera mig" og tilgangurinn er að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn en Krummi, sonur annarra hjónanna, greindist með bráðahvítblæði í janúar á síðasta ári þá þriggja ára gamall. Fjallað var um málið í Íslandi í dag og rætt við Svein Benedikt Rögnvaldsson og Signýju Gunnarsdóttur. Auk þess sem frumsýnt var myndband sem sýnir baráttu Krumma.



„Strákurinn okkar greindist í janúar 2010 með bráðahvítblæði og hefur verið í strangri meðferð síðan," segir Sveinn Benedikt. Hann segir Signýju hafa átt hugmyndina að hlaupina sem fæddist þegar Signý tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á síðasta ári. „Mér fannst hún alveg kolbrjáluð en svo festist hugmyndin og við fórum að ræða við systur mína og mág minn."

Umfjöllunina er hægt að sjá í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. Þar er að finna myndbandið sem sýnir baráttu Krumma en það er einnig hægt að sjá hér.

Heimasíðu söfnunarinnar er hægt að skoða hér. Meðan fæturnir bera mig er einnig á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×