Innlent

Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS.
Sérstakur saksóknari gerði húsleit í VÍS.
Sérstakur saksóknara hefur gert húsleit í höfðuðstöðvum VÍS og Exista. Húsleitin var gerð í kjölfar rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum lánveitingum út úr félaginu á árunum 2007 - 2009. Starfsfólk félagsins vinnur með embættinu að gagnaöfluninni, eftir því sem fram kemur í tilkynningu þaðan.

Skammt er síðan Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, sagði starfi sínu lausu vegna þess að Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við þessar lánveitingar. Stuttu síðar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að FME hefði tilkynnt málið til sérstaks saksóknara.

Í tilkynningu frá VÍS segir að rannsókn sérstaks saksóknara muni ekki hafa nein áhrif á daglegan rekstur VÍS. Félagið standi traustum fótum.

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagði þó að von væri á tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×