Drap ræstingakonuna fyrst 15. desember 2011 00:00 Harmleikur í LiÈge Fjöldi manns lagði leið sína á morðstaðinn í gær. nordicphotos/AFP Fjöldi fólks lagði leið sína á torgið Place Saint-Lambert í belgísku borginni Liege í gær, margir með blóm til að minnast þeirra sem létust í árásinni á þriðjudag. Rúmlega þrítugur maður myrti þar að minnsta kosti þrjár manneskjur og særði á annað hundrað manns áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Áður en hann framdi þetta voðaverk hafði hann myrt konu á fimmtugsaldri skammt frá árásarstaðnum í húsnæði, sem hann virðist hafa notað til að rækta kannabisplöntur. „Þetta var ræstingakona,“ sagði Daniele Reynders, saksóknari í Liège. „Svona mætti hún honum í gærmorgun. Hún deyr, skotin með byssukúlu í höfuðið.“ Að sögn belgísku lögreglunnar létust tveir unglingspiltar í árásinni, annar 15 ára og hinn 17 ára, báðir nýkomnir úr prófi. Einnig lést tæplega tveggja ára gamalt barn af sárum sínum og 75 ára gömul kona, sem áður var sögð látin, var í gær sögð liggja milli heims og helju á sjúkrahúsi. Henni var samt ekki hugað líf. Nokkrir aðrir eru á gjörgæslu, þar á meðal tvítugur piltur sem tvísýnt er um. Alls voru 123 særðir eftir árásina og 40 í viðbót fengu áfallahjálp. Amrani hélt í hádeginu á þriðjudaginn vopnaður handsprengjum og skotvopnum upp á þak á lágreistri byggingu þar sem hann hafði góða yfirsýn yfir strætisvagnabiðstöð. Hann kastaði að minnsta kosti þremur handsprengjum áður en hann hóf skothríð, en svipti sig síðan lífi. „Banamein hans var skot í mitt ennið,“ sagði Reynders saksóknari. „Hann skildi ekki eftir nein skilaboð til að útskýra verknaðinn.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Fjöldi fólks lagði leið sína á torgið Place Saint-Lambert í belgísku borginni Liege í gær, margir með blóm til að minnast þeirra sem létust í árásinni á þriðjudag. Rúmlega þrítugur maður myrti þar að minnsta kosti þrjár manneskjur og særði á annað hundrað manns áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Áður en hann framdi þetta voðaverk hafði hann myrt konu á fimmtugsaldri skammt frá árásarstaðnum í húsnæði, sem hann virðist hafa notað til að rækta kannabisplöntur. „Þetta var ræstingakona,“ sagði Daniele Reynders, saksóknari í Liège. „Svona mætti hún honum í gærmorgun. Hún deyr, skotin með byssukúlu í höfuðið.“ Að sögn belgísku lögreglunnar létust tveir unglingspiltar í árásinni, annar 15 ára og hinn 17 ára, báðir nýkomnir úr prófi. Einnig lést tæplega tveggja ára gamalt barn af sárum sínum og 75 ára gömul kona, sem áður var sögð látin, var í gær sögð liggja milli heims og helju á sjúkrahúsi. Henni var samt ekki hugað líf. Nokkrir aðrir eru á gjörgæslu, þar á meðal tvítugur piltur sem tvísýnt er um. Alls voru 123 særðir eftir árásina og 40 í viðbót fengu áfallahjálp. Amrani hélt í hádeginu á þriðjudaginn vopnaður handsprengjum og skotvopnum upp á þak á lágreistri byggingu þar sem hann hafði góða yfirsýn yfir strætisvagnabiðstöð. Hann kastaði að minnsta kosti þremur handsprengjum áður en hann hóf skothríð, en svipti sig síðan lífi. „Banamein hans var skot í mitt ennið,“ sagði Reynders saksóknari. „Hann skildi ekki eftir nein skilaboð til að útskýra verknaðinn.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira