Erlent

Eitraðar gúrkur: Sænsk kona lést í gær

MYND/AP
Sænsk kona lést á sjúkrahúsi í Boras í gær en hún hafði smitast af Ecoli bakteríunni eftir að hafa borðað gúrkur í Þýskalandi. Ecoli faraldur geisar nú í Evrópu en bakterían hefur verið rakin til gúrka sem ræktaðar voru á Spáni.

Að minnsta kosti fjórtán eru látnir í Þýskalandi en sænska konan er sú fyrsta sem deyr utan Þýskalands. 329 staðfest tilfelli hafa greinst í Þýskalandi og í Svíþjóð eru 36 smitaðir. Svíarnir höfðu allir ferðast til Þýskalands á síðustu vikum. Þá hafa tilfelli einnig komið upp í Bretlandi, Sviss, Danmörku og í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×