Staðgöngumæðrun: fáeinar konur þurfa veglyndi samfélagsins Reynir Tómas Geirsson skrifar 15. desember 2011 06:00 Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Að eignast barn sem verður til úr eigin kynfrumu og er beinn hluti arfleifðar og fjölskyldu, fætt í ástarsambandi af konunni, það þrá flestir. Höfum á hreinu að til eru konur sem eru heilbrigðar að öllu leyti en geta ekki gengið með barn af því að þær fæddust án legs eða misstu það. Sumar konur geta hugsað sér að ganga með barn fyrir slíka kynsystur og gera það af fúsum vilja og án þess að nokkuð sérstakt komi í staðinn. Líkt og að gefa öðrum einstaklingi nýra. Hvort og með hvaða hætti mætti leyfa konu að veita annarri slíka velgjörð er samt málefni sem sumum virðist ekki til auðveld lausn á. Málið er viðkvæmt, einkum vegna barns sem fæðist og hverjum það skuli lögformlega tilheyra. Fjölmargar röksemdir um hættur þessu samfara hafa verið settar fram, á misgóðum grunni þó. Mörgum þykir betri hugsun að konur gangi með og gefi frá sér börn til ættleiðingar, þó að í þessu kunni að felast þversögn. Menn verða seint sammála í efnum sem þessum þar sem læknisfræðileg, lagaleg og siðferðileg álitamál koma til. Ekki voru allir sammála um fóstureyðingalöggjöfina, tæknifrjóvgun, réttindi samkynhneigðra eða snemmskimun fósturs, en samt hefur tekist með tímanum að skapa ágæta sátt um þessi mál í samfélaginu, a.m.k. hvað flesta varðar. Hvers vegna gæti það ekki gerst varðandi staðgöngumæðrun? Það er auðvelt að skilja viðhorf ungrar konu sem á táningsaldri kemst að því að hún er sköpuð án legs. Eða konuna sem missir leg sitt eða getur af öðrum heilsufarsástæðum ekki gengið sjálf með barn. Skilja löngunina til að eignast barn sem getið er af manni sjálfum, karli og konu. Enn er ekki hægt að fá ígrætt leg, þó að í slíka aðgerð kunni að styttast. Það mundi heldur ekki leysa vanda allra. Hér er um að ræða mjög fáar konur, eina á eins eða tveggja ára fresti. Rannsóknir sem varða börnin, foreldrana, staðgöngumóðurina og fjölskyldur þeirra benda til að þetta gangi alla jafna vel, þó að vandamál geti komið upp. Vandamál eftir venjulegan getnað eru hlutfallslega mun algengari, hvað þá ef miðað væri við heildartölur. Aukaleg áhætta staðgöngumóður er mjög lítil og rannsóknir sýna að vel undirbúin staðgöngumæðrun lánast alla jafna vel. Tæknin er fyrir hendi til að aðstoða þessar fáu konur við að eignast barn með hjálp annarrar velviljaðrar konu. En lagaheimildina og rammann utan um hana vantar á Íslandi. Þetta má búa til og endurbætt þingsályktunartillaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, bendir á skynsamar leiðir til þess. Rétt eins og með tæknifrjóvgun má setja þröngar skorður sem síðar mætti rýmka ef um það næðist samfélagsleg sátt. Allir eru sammála um velgjörðarsjónarmiðið. Það má gefa kynfrumur og líka nýra. Hvers vegna mætti ekki standa að staðgöngumæðrun með líkum hætti og án þess að setja á þær konur vændisstimpil? Er það að „lána“ verra en að „gefa“? Hvers vegna ætti að þurfa að bíða eftir hinum Norðurlandaríkjunum? Ekki var það gert varðandi feðraorlof. Þarf úrræði fyrir fáa að þýða að allt sé opnað fyrir öllum? Nei, það er ekki svo. Þessar fáu konur þurfa nú á veglyndi samfélagsins að halda. Margir sem láta sig málið varða vildu sjá meiri umræður meðan löggjöf er undirbúin. Það þarf að gerast í fjölmiðlum á formi þar sem staðreyndir ráða í fordómalausri umræðu. Bloggheima og fésbækur þarf að forðast. Einhvern tímann þarf sú umræða þó að enda. Umfjöllun fyrr á árinu um barn sem staðgöngumóðir í fjarlægu landi gekk með fyrir íslenska móður sýndi að skoða þarf vel hvað gera mætti hér, í stað þess að fólk leiti í langan veg að úrræðum sem flestum hugnast miður vel.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar