Erlent

FBI handtók á annan tug tölvuhakkara

Gerðar voru 35 húsleitir víðsvegar um Bandaríkin í dag í umfangsmiklum aðgerðum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI þegar 16 einstaklingar voru handteknir. Hinir handteknu eru taldir vera tölvuhakkarar í Anonymous, laustengdum alþjóðlegum samtökum aðgerðasinna, sem undanfarna mánuði hafa beint spjótum sínum að fyrirtækjum og stjórnvöldum víðsvegar um heiminn.

Tölvuhakkararnir eru meðal annars sagðir bera á byrgð á árásum á Visa og Mastercard á síðasta árin en fyrirtækin lögðu þá sitt af mörkum til að takmarka starfsemi WikiLeaks. Aðstandendur Mastercard og Visa ákváðu í fyrra að hætta með þjónustu sem gerði fólki kleyft að styrkja starfsemi WikiLeaks í gegnum fyrirtækin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×