Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Liverpool mun blanda sér í titilbaráttuna í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, reiknar með því að Liverpool-liðið verði í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabil nú þegar að Kenny Dalglish sé tekinn við stjórnartaumunum á Anfield.

Sir Alex telur að Liverpool sé komið aftur inn í myndina eftir að hafa mistekist að vera meðal fjögurra efstu liðanna (Meistaradeildarsætin) undanfarin tvö tímabil. Liverpool hefur ekki unnið titilinn í 21 ár (1990) og United tók af þeim metið með því að vinn sinn nítjánda titil í vor.

„Liverpool datt út af radarnum í smá tíma en núna eru þeir mættir aftur. Þeir verða alltaf meðal bestu liðanna yfir lengri tíma litið," sagði Sir Alex Ferguson.

Ferguson telur að United og Liverpool verði í titilbaráttunni ásamt Arsenal, Chelsea og Manchester City. „Öll þessi lið reynast okkur alltaf erfið og þeir munu berjast um titilinn við okkur eins og staðan er í dag. Sagan breytist ekki," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×