Enski boltinn

Lampard segir hóp Chelsea vera nógu góðan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur engar áhyggjur af því að Man. Utd sé að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum þessa dagana. Hann segir að Chelsea sé nú þegar með hóp sem geti orðið enskur meistari.

"Þeir eru búnir að vera duglegir á leikmannamarkaðnum og eytt háum fjárhæðum í góða leikmenn. Við vitum samt að við eigum góðan hóp," sagði Lampard en Chelsea hefur verið óvenju rólegt á markaðnum þetta sumarið.

"Nýi stjórinn vill meta hópinn sem er til staðar áður en hann tekur ákvarðanir. Við verðum mjög sterkir næsta vetur. Sama hvað Man. Utd eyðir þá höfum við alltaf trú á okkur sjálfum."

Chelsea hefur reynt við Luka Modric í sumar en án árangurs. Félagið er þó búið að semja við 19 ára gamlan markvörð frá Belgíu, Thibault Courtois.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×