Innlent

Segir ekkert lagt í þriggja ára áætlun meirihlutans

Aukafundur hefst í Borgarstjórn Reykjavíkur klukkan tvö í dag en minnihlutinn óskaði eftir því að fundurinn færi fram. Á fundinum mun meirihlutinn leggja fram þriggja ára fjárhagsáætlun eins og skylt er að gera, en það hefur dregist frá því í febrúar.

Sóley Tómasdóttir oddviti VG í borgarstjórn sagði í samtali við Vísi áður en hún fór á fundinn að það væri „nákvæmlega ekkert" í plagginu sem meirihlutinn hefði skilað af sér, en borgarfulltrúar fengu áætlunina í hendur áður en fundurinn hófst. „Þetta er einfaldlega ljósrit fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2011, í þríriti," segir Sóley.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á netinu og á hann má hlusta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×