Innlent

Ökumaður handtekinn fyrir lygi

Karl á þrítugsaldri var handtekinn eftir að hafa verið staðinn að hraðakstri á Vesturlandsvegi í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefni handtökunnar var ekki hraðaksturinn, enda ekki um ofsaakstur að ræða, heldur var það lygi ökumannsins sem leiddi til handtökunnar.

Maðurinn gaf upp nafn sem lögreglan dró í efa og var hann því tekinn höndum og fluttur á lögreglustöð, þar sem á daginn kom að ökumaðurinn væri ekki sá sem hann sagðist vera.

Svo fór að lokum að maðurinn játaði lygina og gaf upp rétt nafn, en honum var sleppt eftir að lögreglan hafði sannreynt nafn mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×