Erlent

Glæpagengi hindra hjálparstarf

Óli Tynes skrifar
Ekkert er að treysta á vopnaða hópa í Sómalíu.
Ekkert er að treysta á vopnaða hópa í Sómalíu.
Sameinuðu þjóðirnar eiga í mikilum erfiðleikum við að hjálpa milljónum manna sem líða hungur og vatnsskort í Sómalíu. Þar vaða uppi vopnaðir hópar sem ekkert er hægt að treysta. Sameinuðu þjóðirnar neita að senda starfsmenn sína til svæða þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi þeirra.

 

Samtökin segja að um 11 milljónir manna á þessum slóðum þurfi neyðaraðstoð vegna mestu þurrka sem þar hafa orðið í sextíu ár. Einn stærsti og hættulegasti skæruliðahópurinn hefur boðið takmarkaðan aðgang að því svæði sem hann ræður, en Sameinuðu þjóðirnar segja að það sé hvergi nærri nóg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×