Erlent

Borders bókabúðunum lokað

Óli Tynes skrifar
Næst stærsta bókabúðakeðja Bandaríkjanna er komin í þrot. Um 10 þúsund manns missa vinnuna þegar 399 bókabúðum í Bandríkjunum verður lokað. Verslanakeðjan Borders var opnuð árið 1971 og á velmektrarárum sínum rak hún yfir 1.250 verslanir í Bandaríkjunum.

 

Hún rak einnig hundruð verslana í Ástralíu, Kanada, Singapore, Nýja Sjálandi og Bretlandi. Þeim var öllum lokað á árunum 2008 og 2009. Stærsta keðja bókabúða í Bandaríkjunum, Barnes & Noble hangir enn uppi en reksturinn er sagður mjög þungur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×