Enski boltinn

Man. City ætlar að bjóða í Aguero

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aguero með Messi.
Aguero með Messi.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur viðurkennt að félagið ætli sér að gera tilboð í Argentínumanninn Sergio Aguero sem ætlar að yfirgefa Atletico Madrid í sumar.

Carlos Tevez vill komast frá City en félaginu gengur samt illa að fá tilboð í hann sem félagið sættir sig við. Félagið býst þó við því að hann fari og landi hans mun því væntanlega fylla skarðið sem hann skilur eftir sig.

"Við gerum kannski tilboð á næstu dögum. Ég býst við því," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×