Innlent

Geðlæknar ekki alltaf fyrsta úrræðið

HH skrifar
Bergþór Grétar Böðvarsson talsmaður sjúklinga á geðsviði Landspítalans segir vanta upp á að kynna þeim sem leiti eftir slíkri þjónustu önnur úrræði, en sjúklingar geti til að mynda leitað til sálfræðinga, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa
Bergþór Grétar Böðvarsson talsmaður sjúklinga á geðsviði Landspítalans segir vanta upp á að kynna þeim sem leiti eftir slíkri þjónustu önnur úrræði, en sjúklingar geti til að mynda leitað til sálfræðinga, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa
Breyta þarf heilbrigðiskerfinu þannig að geðlæknar séu ekki alltaf fyrsta úrræðið segir talsmaður sjúklinga á geðsviði Landspítalans.

Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að geðlæknar anni ekki eftirspurn og veikir einstaklingar þurfi stundum að bíða í allt að þrjá mánuði eftir tíma.

Bergþór Grétar Böðvarsson talsmaður sjúklinga á geðsviði Landspítalans segir vanta upp á að kynna þeim sem leiti eftir slíkri þjónustu önnur úrræði, en sjúklingar geti til að mynda leitað til sálfræðinga, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa

„Þarna eru aðilar sem geta veitt fólkinu viðtal og stuðning jafnvel," segir Bergþór.

Hann segir sjúklinga eiga rétt á að fá upplýsingar hjá heilsugæslustöðvum um öll þau úrræði sem eru í boði en þar sé potturinn brotinn.

„Fólk fer til heimilislæknis og ef að sá læknir er ekki nógu duglegur að upplýsa fólk um möguleg úrræði, og vísa fólki á önnur úrræði, þá er viðkomandi vísað hingað niður eftir,  vísað á geðlækni, sem er löng bið eftir," segir hann.

Bergþór telur marga sjúklinga vissulega þurfa á hjálp geðlækna að halda, en að önnur úrræði geti gagnast þeim á meðan þeir bíði eftir að komast að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×