Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið Jónína Michaelsdóttir skrifar 19. júlí 2011 11:00 Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru. Láta flæða um vitundina upphafna ábyrgðarkennd. Virkilega góð tilfinning. Svo er fólkið á landsbyggðinni svo viðfelldið og vel að sér. Finnur lausnir ef upp koma vandræði. Gott að vita af því. Virkilega gott. Hins vegar ætti þetta fólk ekki að blanda sér í stjórn landsins. Það er bara frekja. Óðalið er í höfuðborginni og þeir sem þar véla um mál vita best hvað þjóðinni er fyrir bestu. En þetta virðast Íslendingar utan höfuðborgarsvæðisins ekki skilja. Það er nú verkurinn. LandsbyggðarnaglarMér hefur alltaf þótt einkennilegt þegar fjallað er í ræðu eða riti um þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins sem kjördæmapotara. Eða harða landsbyggðarnagla, eins gert er í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir viku síðan, eftir mann sem hefur horn í síðu flugvallarins í Reykjavík. Í höfuðborginni sitja kontóristar sem taka ákvarðanir um eflingu eða skerðingu á lífsgæðum á stöðum úti á landi sem þeir hafa kannski aldrei komið á. Þetta er bara útreikningur í tölvu. Enginn skilningur á aðstæðum. Þaðan af síður þekking. Fyrrnefndur skrifari virðist telja landsbyggðarmenn valdasækna og öfluga í eigin málum, og skrifar: „Á landsbyggðinni eru fulltrúar flokkanna á þingi og landsfundi oft valdir eftir því hvað þeir hóta mikilli hörku gagnvart „Reykjavíkurvaldinu” og hvað þeir eru líklegir til að ná árangri. Afleiðingin er sú, að á landsfundi flokkanna mæta „harðir landsbyggðarnaglar”, sem berjast hver fyrir sitt byggðarlag en eiga þó eitt sameiginlegt. Kröfuna um áframhaldandi veru flugvallar í hjarta borgarinnar. Það væri forvitnilegt að vita hvernig umhorfs væri í landinu ef allir þingmennirnir kæmu af Reykjavíkursvæðinu. Skyldi vera mikill skilningur á þörfum, aðstæðum og möguleikum hinna ýmsu byggðarlaga til að vaxa og dafna? Og ef valdsækni er einkennandi fyrir landsbyggðarþingmenn, hvaða orð á þá við um þingmenn höfuðborgarsvæðisins? Flugfélag ÍslandsSem betur fer eru öflugir þingmenn í öllum kjördæmum landsins. Það sem er kallað hagsmunagæsla í neikvæðri merkingu, er í raun sú hagsmunagæsla sem nauðsynleg er og öllum til gagns. Það er miklu farsælla að þeir sem á endanum taka ákvarðanir viti og skilji hvernig það kemur niður á viðkomandi bæjarfélagi eða kjördæmi. Skilji það vegna þess að það er einstaklingur á þingi sem veit allt um aðstæður á staðnum. Af þeim sökum er líklegar en ella að það verði tekin upplýst ákvörðun. Varðandi flugvöllinn í Reykjavík, þá gengst ég fúslega við því að ég er mjög áfram um að hann verði þar sem hann er. Ef það kostar uppnefni úti í bæ, þá er það allt í lagi. Ég hef sérstakar mætur á Flugfélagi Íslands, og þjónustunni þar. Sé maður ekki bundinn við tiltekinn dag er hægt að fá ódýrara far en ella. Ef aðstæður breytast, er ekkert mál að breyta miðanum. Kostar 1.500 krónur en það er ekkert í kringum þetta, þó að maður hringi klukkutíma áður en vélin fer i loftið. Starfsfólkið er einstakt. Afslappað, lipurt og allt gengur eins og í sögu. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Staðsetning flugvallarins er bæði góð fyrir þá sem eiga heima úti á landi og Reykvíkinga. Ég ætla því að taka undir með Einari Guðfinnssyni og þakka Ögmundi Jónassyni fyrir staðfestuna, um leið og ég undrast það að einhverjum finnist landsbyggðin kúga Reykvíkinga. Hvað má landsbyggðin þá segja um Reykjavíkurvaldið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru. Láta flæða um vitundina upphafna ábyrgðarkennd. Virkilega góð tilfinning. Svo er fólkið á landsbyggðinni svo viðfelldið og vel að sér. Finnur lausnir ef upp koma vandræði. Gott að vita af því. Virkilega gott. Hins vegar ætti þetta fólk ekki að blanda sér í stjórn landsins. Það er bara frekja. Óðalið er í höfuðborginni og þeir sem þar véla um mál vita best hvað þjóðinni er fyrir bestu. En þetta virðast Íslendingar utan höfuðborgarsvæðisins ekki skilja. Það er nú verkurinn. LandsbyggðarnaglarMér hefur alltaf þótt einkennilegt þegar fjallað er í ræðu eða riti um þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins sem kjördæmapotara. Eða harða landsbyggðarnagla, eins gert er í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrir viku síðan, eftir mann sem hefur horn í síðu flugvallarins í Reykjavík. Í höfuðborginni sitja kontóristar sem taka ákvarðanir um eflingu eða skerðingu á lífsgæðum á stöðum úti á landi sem þeir hafa kannski aldrei komið á. Þetta er bara útreikningur í tölvu. Enginn skilningur á aðstæðum. Þaðan af síður þekking. Fyrrnefndur skrifari virðist telja landsbyggðarmenn valdasækna og öfluga í eigin málum, og skrifar: „Á landsbyggðinni eru fulltrúar flokkanna á þingi og landsfundi oft valdir eftir því hvað þeir hóta mikilli hörku gagnvart „Reykjavíkurvaldinu” og hvað þeir eru líklegir til að ná árangri. Afleiðingin er sú, að á landsfundi flokkanna mæta „harðir landsbyggðarnaglar”, sem berjast hver fyrir sitt byggðarlag en eiga þó eitt sameiginlegt. Kröfuna um áframhaldandi veru flugvallar í hjarta borgarinnar. Það væri forvitnilegt að vita hvernig umhorfs væri í landinu ef allir þingmennirnir kæmu af Reykjavíkursvæðinu. Skyldi vera mikill skilningur á þörfum, aðstæðum og möguleikum hinna ýmsu byggðarlaga til að vaxa og dafna? Og ef valdsækni er einkennandi fyrir landsbyggðarþingmenn, hvaða orð á þá við um þingmenn höfuðborgarsvæðisins? Flugfélag ÍslandsSem betur fer eru öflugir þingmenn í öllum kjördæmum landsins. Það sem er kallað hagsmunagæsla í neikvæðri merkingu, er í raun sú hagsmunagæsla sem nauðsynleg er og öllum til gagns. Það er miklu farsælla að þeir sem á endanum taka ákvarðanir viti og skilji hvernig það kemur niður á viðkomandi bæjarfélagi eða kjördæmi. Skilji það vegna þess að það er einstaklingur á þingi sem veit allt um aðstæður á staðnum. Af þeim sökum er líklegar en ella að það verði tekin upplýst ákvörðun. Varðandi flugvöllinn í Reykjavík, þá gengst ég fúslega við því að ég er mjög áfram um að hann verði þar sem hann er. Ef það kostar uppnefni úti í bæ, þá er það allt í lagi. Ég hef sérstakar mætur á Flugfélagi Íslands, og þjónustunni þar. Sé maður ekki bundinn við tiltekinn dag er hægt að fá ódýrara far en ella. Ef aðstæður breytast, er ekkert mál að breyta miðanum. Kostar 1.500 krónur en það er ekkert í kringum þetta, þó að maður hringi klukkutíma áður en vélin fer i loftið. Starfsfólkið er einstakt. Afslappað, lipurt og allt gengur eins og í sögu. Það er að minnsta kosti mín reynsla. Staðsetning flugvallarins er bæði góð fyrir þá sem eiga heima úti á landi og Reykvíkinga. Ég ætla því að taka undir með Einari Guðfinnssyni og þakka Ögmundi Jónassyni fyrir staðfestuna, um leið og ég undrast það að einhverjum finnist landsbyggðin kúga Reykvíkinga. Hvað má landsbyggðin þá segja um Reykjavíkurvaldið?