
Matarverð á Íslandi er svipað og í Finnlandi og lægra en í Danmörku
Í könnun Eurostat er gerður samanburður á heimilisútgjöldum í 37 Evrópulöndum en hún náði til ESB-landanna 27 og 10 annarra landa í Evrópu, þ.á.m. Íslands. Meðalverð heildarinnkaupa heimila innan ESB-landanna 27 er sett á 100 og síðan er staðan í einstökum löndum metin miðað við það. Samanburðurinn byggir á gögnum frá 2010 og er leiðréttur fyrir mismunandi kaupmætti.
Svipað verðlag á Íslandi og í Frakklandi og BelgíuMiðað við heildarútgjöld eru Sviss, Noregur, Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð dýrustu lönd Evrópu, en verðlag þar var 20-48% hærra en meðaltalið. Ísland reyndist 11% hærra en meðaltalið sem er svipað verðlag og í Frakklandi og Belgíu. Ódýrustu löndin eru Makedónía, Albanía og Búlgaría en þar er verðlagið 44-51% af meðaltalinu. Næstum þrefaldur munur er á verðlagi á milli dýrasta ESB-landsins (Danmerkur - 143%) og þess ódýrasta (Búlgaríu - 51%) sem sýnir að ekki er til neitt eitt „Evrópuverð“ eins og sumir vilja vera að láta.
Matur og drykkjarvörur á svipuðu verði og í FinnlandiÞegar kemur að mat og drykkjarvörum er Ísland 13% yfir meðaltalinu eða á sama stað og Finnland. Athuga verður að þarna er um að ræða allar matvörur, bæði innlendar sem innfluttar. Við höfum séð það undanfarin misseri að innlendar búvörur, sem njóta tollverndar, hafa hækkað mun minna hérlendis heldur en innfluttar tollfrjálsar matvörur. Noregur er áfram dýrastur (165%) en Danmörk er dýrasta ESB landið (136%). Ódýrasta landið er Makedónía (51%) en ódýrasta ESB-landið er Búlgaría (66%).
Af hverju eru raftæki 53% dýrari á Íslandi?Athygli vekur að verð á heimilis- og raftækjum er 53% hærra hér en meðaltalsverð Evrópuríkjanna, en líklega eigum við ekki von á því að SVÞ kvarti sérstaklega yfir því. Að sama skapi kemur í ljós að útgjöld heimilanna til kaupa á fötum og skóm eru um 36% yfir meðaltali og samgöngur og farartæki eru 18% dýrari hérlendis en að meðaltali í Evrópulöndunum. Ekki er hægt að kenna þar um tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Um útgjöld heimilanna í heild má örugglega segja margt og án efa mætti lækka þau með betri og hagvæmari verslun á Íslandi. Við búum við dýrt verslunarkerfi og sama er að segja um flutninga til landsins.
Íslensk fyrirtæki fljót að hækka verð í takt við gengisbreytingarÁ sama tíma og greinin frá SVÞ birtist í Fréttablaðinu voru greinarhöfundar svo óheppnir að fjallað var um rannsókn Seðlabanka Íslands um helsta vandamál neytenda hér á landi, sumsé verðmyndun og álagningargleði íslenskra fyrirtækja. Í rannsókn Seðlabankans kemur m.a. fram að fyrirtæki hérlendis eru líklegri til að hækka verð eftir gengisfall en að lækka það eftir gengisstyrkingu. Á þetta er bent hér en e.t.v. er ástæða fyrir Samtök verslunar og þjónustu að kryfja nánar ástæður þess að innflytjendur eru tregari til að lækka verð en hækka við gengisbreytingar.
Tollverndin er vinsælt umræðuefniEitt vinsælasta umræðuefni aðildarsinna ESB er tollvernd. Tollvernd skapar nauðsynlega rekstrarforsendu fyrir innlendan landbúnað en hún er líka hagstjórnartæki, nokkurs konar stjórntæki fyrir fullvalda þjóð sem ræður sínum málum. Tollverndin er ekki síst hagsmunamál neytenda. Ef tollverndar hefði ekki notið við undanfarna mánuði væri matarverð mun hærra. Rökstuðningurinn að baki þessari fullyrðingu er sá að ef tollvernd væri ekki fyrir hendi væri íslenskur landbúnaður vart svipur hjá sjón – það væru mun færri sem störfuðu við matvælaframleiðslu og minna framleitt af mat í landinu. Frá hausti 2008 hefur innlend búvara hækkað um 20% en innflutt búvara um rúmlega 60%. Tollverndin hefur því varið kaupmátt.
Ef tollverndin hyrfi væri auðvelt fyrir fjársterka aðila að ryðja innlendri framleiðslu af markaði með undirboðum á erlendri jaðarframleiðslu á tiltölulega stuttum tíma. Það er ekki vafi á því að enginn hefði meiri hagsmuni af afnámi tollverndar fyrir íslenskan landbúnað en verslunin. Ekki neytendur og ekki bændur.
Byggjum á staðreyndumBændur eru nú sem fyrr tilbúnir til að taka þátt í umræðum um íslenskan landbúnað og matvörumarkaðinn hér á landi. Við biðjum ekki um annað en að þær umræður séu málefnalegar, byggðar á staðreyndum og nýjustu fáanlegum gögnum.
Skoðun

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar