Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2011 15:37 Eva María með fallegan lax úr Langá Langá á Mýrum er hrokkin í gang og hefur veiðst mjög vel þar síðustu daga. Í gærmorgun kom 31 lax á land þar og var það besti morgunn í ánni í sumar. Nítján laxar náðust á miðsvæðinu, tíu á neðsta svæðinu og tveir á fjallinu. Þar með var Langáin komin í 410 laxa það sem af er sumri. Staðarhaldarinn Ólafur Finnbogason segir fiskinn í góðu ástandi, miklar göngur og vatnið í ánni mjög gott. „Vatnsmiðlunin er ennþá full þannig að við erum með nóg vatn næstu sex vikurnar þótt það komi ekki dropi úr lofti,” segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið í dag sem segir ár Vestanlands vera fullar af laxi. Það veit á gott en þess má geta að Norðurá var eftir morgunvaktina í gær komin í 1.040 laxa og var síðasta sex daga holl með 288 laxa að sögn Jóns G. Baldvinssonar staðarhaldara í samtali við Morgunblaðið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Langá á Mýrum er hrokkin í gang og hefur veiðst mjög vel þar síðustu daga. Í gærmorgun kom 31 lax á land þar og var það besti morgunn í ánni í sumar. Nítján laxar náðust á miðsvæðinu, tíu á neðsta svæðinu og tveir á fjallinu. Þar með var Langáin komin í 410 laxa það sem af er sumri. Staðarhaldarinn Ólafur Finnbogason segir fiskinn í góðu ástandi, miklar göngur og vatnið í ánni mjög gott. „Vatnsmiðlunin er ennþá full þannig að við erum með nóg vatn næstu sex vikurnar þótt það komi ekki dropi úr lofti,” segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið í dag sem segir ár Vestanlands vera fullar af laxi. Það veit á gott en þess má geta að Norðurá var eftir morgunvaktina í gær komin í 1.040 laxa og var síðasta sex daga holl með 288 laxa að sögn Jóns G. Baldvinssonar staðarhaldara í samtali við Morgunblaðið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði