Viðskipti erlent

Citigroup skilaði tæplega 400 milljarða hagnaði

Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, skilaði 3,34 milljarða dollara eða tæplega 400 milljarða kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins.

Þetta er aukning um 24% frá sama tímabili í fyrra og töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Aukningin á hagnaðinum milli ára skýrist af því að bankinn þurfti að afskrifa minna af slæmum lánum og hann þénaði meira á viðskiptum með verðbréf.

Þessi mikli hagnaður er í stíl við afkomu JPMorgan Chase, næststærsta banka Bandaríkjanna, sem einnig skilaði rjómauppgjöri eftir annan ársfjórðung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×