Erlent

Blaðamaðurinn sem kom upp um News of the World látinn

Sean Hoare einn af fyrstu blaðamönnunum sem ljóstruðu upp um hlerunarhneykslið á blaðinu News of the World fannst látinn á heimili sínu í Watford í gærdag.

Áður en hann fannst höfðu vinir og vandamenn hans lýst yfir áhyggjum af því að þeir vissu ekki hvar hann héldi sig. Í fréttum erlendra fjölmiðla um andlát Hoare kemur fram að lögreglan telji ekkert grunsamlegt við andlát blaðamannsins en rannsókn stendur nú yfir.

Hoare var fyrrum náinn vinur Andy Coulson en þeir hófu blaðamannaferil sinn saman á blaðinu The Sun. Coulson varð ritstjóri News of the World og síðar aðstoðarmaður David Cameron forsætisráðherra Breta.

Hoare sagði að það væri bull í Coulson að halda því fram að hann vissi ekkert um hleranir News of the World.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×