Erlent

Umhverfið æ mikilvægara

Tveir af hverjum þremur í könnun Evrópusambandsins flokka sorp heimavið.
Tveir af hverjum þremur í könnun Evrópusambandsins flokka sorp heimavið. Mynd/Stefán
Rúmlega 90 prósent Evrópubúa segja umhverfið verða æ mikilvægara fyrir sig. Þetta kemur fram í könnun sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lét gera. Bágt efnahagsástand virðist ekki hafa dregið úr áhuga á umhverfisvernd og 89 prósent aðspurðra vilja láta setja meira fé í málaflokkinn.

Í frétt á heimasíðu umhverfisráðuneytisins segir að mikill meirihluti Evrópubúa sé sammála því að betri nýting náttúruauðlinda og aukin umhverfisvernd geti örvað hagvöxt innan sambandsins. Tveir af hverjum þremur í könnuninni flokkuðu sorp heimavið og yfir helmingur reyndi að draga úr orkunotkun.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×