Enski boltinn

Corinthians hafnar orðum Mancini

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skrípaleikurinn í kringum Carlos Tevez heldur áfram. Í gær greindi Roberto Mancini, stjóri Man. City, frá því að City væri búið að ná samkomulagi við Corinthians um kaupverð á leikmanninum. Í dag hafna forráðamenn Corinthians þessum fréttum.

Brasilíska liðið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að City hafi alls ekki tekið tilboði félagsins.

City hefur aftur á móti gert Corinthians gagntilboð sem ekki hefur verið svarað.

Corinthians er eina liðið sem hefur gert formlegt tilboð í Tevez í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×