Erlent

Opinber afsökunarbeiðni Rupert Murdoch

Rupert Murdoch ássamt fyrrverandi framkvæmdastjóra News International, Rebekah Brooks.
Rupert Murdoch ássamt fyrrverandi framkvæmdastjóra News International, Rebekah Brooks. Mynd/AP
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur gefið út opinbera afsökunarbeiðni þar sem hann biðst velvirðingar á því hvernig vikuritið News of the World bar sig að við fréttaskrif, en Murdoch tók þá ákvörðun fyrir stuttu að leggja útgáfu blaðsins niður.

Í afsökunarbeiðninni segist Murdoch syrgja það óréttlæti sem átti sér stað og þann sársauka sem gjarðir blaðsins ollu fólki. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki brugðist við vandamálinu fyrr og bætir því við að hann geri sér grein fyrir því að afsökunarbeiðni sé ekki nóg.

Að lokum segir í bréfinu: „Fyrirtækið okkar var stofnað á hugmyndinni um opna frjálsa fjölmiðla sem jákvætt afl í samfélaginu. Við þurfum að standa undir því. Á komandi dögum munum við stíga fleiri áþreifanleg skref í áttina að því að leysa þessi mál og bæta þann skaða sem þau hafa valdið. Þið munið heyra meira frá okkur."

Rebekah Brooks, framkvæmdastjóri fjölmiðlasamsteypunnar News International, sagði af sér í dag í kjölfar mikillar umræðu um hennar hlutverk í starfsháttum News of the World, en hún starfaði sem ritstjóri blaðsins frá árinu 2000 til ársins 2003.

The News of the World kom út í síðasta skipti mánudaginn 11. júlí eftir að hafa verið starfandi í 168 ár frá stofnun þess árið 1843.

Afsökunarbeiðnin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×