Innlent

Fimm sinnum sektað fyrir sóðaskap í ár

rusl á grænni grund í Reykjavík Það sem af er ári hefur lögreglan staðið fimm manns að sóðaskap. Þeir hafa þurft að borga meira en tíu þúsund krónur hver.
rusl á grænni grund í Reykjavík Það sem af er ári hefur lögreglan staðið fimm manns að sóðaskap. Þeir hafa þurft að borga meira en tíu þúsund krónur hver.
Öll afgreiðsla vegna brota er varða sóðaskap yrði mun hraðari og skilvirkari ef Íslendingar færu að dæmi Svía en þar getur nú lögreglan sektað menn á staðnum séu þeir staðnir að sóðaskap.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að hér á landi hafi lögreglan ekki heimild til að sekta menn á staðnum en það myndi flýta fyrir afgreiðslu slíkra máli væri það hægt. „En annars er gott lag á þessu eins og þetta er núna,“ segir hann.

Ekki koma mörg slík brot á borð lögreglu en þeim fer þó fjölgandi. Skráð voru níutíu brot gegn lögreglusamþykktum á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og eru fjögur þeirra fyrir sóðaskap.

Það sem af er ári eru þessi brot orðin fimm, þar af eru tvö fyrir að brjóta gler á almannafæri. Samtals eru brot á lögreglusamþykktum, það sem af er þessu ári, fimmtíu og níu.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×