Erlent

Eva Joly mælist með 7-9% fylgi

Mynd/Daníel
Eva Joly, forsetaefni Græningja í Frakklandi og fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara hér á landi, mælist með 7-9% stuðning í skoðanakönnunum, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 22. apríl á næsta ári. Í seinni umferð kosninganna verður kosið á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni.

Joly hefur lengi barist gegn spillingu og varð þjóðþekkt í Frakklandi þegar hún fór fyrir rannsókn á olíufélaginu Elf sem hófst 1994. Fyrir tveimur árum var Joly kjörin á Evrópuþingið.


Tengdar fréttir

Eva Joly verður forsetaefni Græningja

Eva Joly verður frambjóðandi Græningja í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Hún sigraði þekktan sjónvarpsþáttastjórnenda í prófkjöri flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×