Erlent

Kveikti í einni stærstu stafkirkju Noregs

Um var að ræða stafkirkju en í slíkum kirkjum eru veggirnir eru gerðir úr lóðréttum bjálkum.
Um var að ræða stafkirkju en í slíkum kirkjum eru veggirnir eru gerðir úr lóðréttum bjálkum.
17 ára norskur unglingsdrengur hefur viðurkennt að hafa borið eld að einni stærstu timburkirkju Noregs fyrr á þessu ári, en hún brann til grunna. Kirkjan var byggð fyrir rúmum 250 árum og stóð í bænum Porsgrunn suðvestur af höfuðborginni Osló.

Unglingsdrengurinn og 18 ára félagi hans voru yfirheyrðir skömmu eftir brunann en var sleppt úr haldi lögreglu sem nú hefur handtekið þá í ljósi nýrra vísbendinga. Sem fyrr segir hefur yngri unglingurinn viðurkennt aðild sína að brunanum en sá eldri neitar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×