Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum 15. júlí 2011 06:00 vigdís hauksdóttir Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum. Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum.
Fréttir Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira