Skuldaskrímslið étur framtíð okkar 15. júlí 2011 01:00 Giulio Tremonti „Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb Fréttir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Öldungadeild ítalska þjóðþingsins samþykkti aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar í gær en neðri deild þingsins greiðir atkvæði um þær í dag. Aðhaldspakkinn hljóðar upp á 70 milljarða evra, eða nærri 12.000 milljarða króna. Þrýstingur frá fjármálamörkuðum, sem treysta ekki lengur ítölskum skuldabréfum, varð til þess að stjórnin bæði hraðaði afgreiðslu aðhaldspakkans og hækkaði sparnaðarupphæðina verulega. Ítalía skuldar nú nærri 120 prósent af landsframleiðslu sinni, og nálgast þar með Grikkland sem skuldar nærri 150 prósent. Komist Ítalía í þrot, eins og Grikkland gerði, verður varla mögulegt fyrir Evrópusambandið að koma henni til bjargar, því Ítalía er þriðja stærsta hagkerfi ESB og skuldabyrðin því miklu meiri í fjárhæðum talið en hjá Grikklandi, sem er afar lítið hagkerfi á mælikvarða ESB. Ítalir skulda nú 1.800 milljarða evra, sem væri miklu stærri biti að kyngja en þeir 300 milljarðar evra sem Grikkir skulda.- gb
Fréttir Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira