Innlent

Adam og Eva enn í Eden

Salóme R. Gunnarsdóttir skrifar
Fátt er eftir í Eden að sótinu undanskildu, en Adam og Eva standa enn vörð við innganginn.
Fátt er eftir í Eden að sótinu undanskildu, en Adam og Eva standa enn vörð við innganginn. Mynd/Baldur
Þrátt fyrir að Eden sé nú brunarústir einar, virðast Adam og Eva ekki hafa hug á að yfirgefa aldingarðin sjálfviljug.

Eldurinn náði að leggja undir sig allt húsið á innan við hálftíma og át í sig allt sem á vegi hans varð. Það virðist hinsvegar hafa verið honum ofviða að læsa klóm sínum í viðarhurðina á framhlið hússins, en hana prýða útskornar myndir af Adam og Evu.

Tilkynning um reyk frá húsinu barst rétt upp úr miðnætti og var allt lið Brunavarna Suðurlands kallað út auk þess sem liðsauki var sendur af stað frá höfuðborgarsvæðinu. Það varð þó fljótlega ljóst að eldurinn væri óviðráðanlegur og var liðsaukinn því afturkallaður.

Húsið var mannlaust og engan sakaði í eldsvoðanum, ekki einusinni Adam og Evu, sem neituðu að yfirgefa paradís þó svo hún stæði í ljósum logum.

Mynd/ Jóhann Kristinn.
Mynd/ Jóhann Kristinn.
Mynd/ Jóhann Kristinn.
Mynd/ Jóhann Kristinn.
Mynd/ Jóhann Kristinn.
Mynd/ Baldur Hrafnkell
Mynd/ Baldur Hrafnkell
Mynd/ Baldur Hrafnkell.

Tengdar fréttir

Töluvert tjón í brunanum

Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk.

Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga

"Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt.

Eden brunnið til grunna

Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna.

Eden er alelda

Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×