Erlent

Öl loks flokkað sem áfengi í Rússlandi

Dmitry Medvedev forseti Rússlands hefur undirritað löggjöf sem felur í sér að öl er nú flokkað sem áfengur drykkur. Fram að þessu hefur allt sem innihélt 10% alkóhólmagn eða minna verið flokkað sem matvara í Rússlandi.

Hin nýja löggjöf hefur það í för með sér að hægt er að stjórna sölu á öli á sama hátt og öðru áfengi í landinu.

Á undanförnum áratug hefur öldrykkja í Rússlandi aukist um 40% en á meðan hefur sala á vodka dregist saman um 30%. Áfengisneysla í Rússlandi er þegar tvöfalt yfir þeim hættumörkum sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin setur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×