Innlent

Leynikort þýska flotans til sýnis Reyðarfirði

Leynikort þýska flotans sem hafði úrslitaáhrif á orrustuna um Norður-Atlantshaf í seinni heimsstyrjöldinni er nú til sýnis á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði. Kortið rataði til Íslands eftir óvenjulegum leiðum.

Finna má marga merkilega muni á Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði. Meðal annars brak úr þýskri herflugvél, gamla riffla, vélbyssur og einkennisbúninga. „Sumt af þessu hefur verið keypt og annað hefur verið fengið að láni. Svo er fólk að koma hérna með gripi. Þannig að það er allur gangur á því," segir Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Austurlands.

Á safninu er líka merkilegt og sjaldgæft kort sem þýskir kafbátaforingar notuðu til að samhæfa aðgerðir sínar á Norður-Atlantshafi. Kortið hefur á einhverjum tímapunkti verið í eigu bandaríska þingsins áður en það rataði hingað til lands.

„Þetta er þýskt kafbátakort og var lykillinn að sigri bandamanna," segir Pétur og bætir við að mjög sjaldgæft kort sé að ræða. „Við fengum þetta í gegnum kunningja okkar sem að fékk þetta á einhverri skransölu í Bandaríkjunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×