Innlent

Vilja sekta aðra en þrífa ekki

Borgaryfirvöld vilja sekta þá sem henda rusli á almannafæri. Sjálfum gengur þeim illa að tæma öskutunnu við Bríetartorg og gætu því mögulega fengið sektarmiða frá sjálfum sér.fréttablaðið/stefán
Borgaryfirvöld vilja sekta þá sem henda rusli á almannafæri. Sjálfum gengur þeim illa að tæma öskutunnu við Bríetartorg og gætu því mögulega fengið sektarmiða frá sjálfum sér.fréttablaðið/stefán
Íbúum og gestum við Bríetartorg mætir ófögur sjón; yfirfull öskutunna og rusl í haugum við hlið hennar. Íbúi sem ræddi við Fréttablaðið sagðist margoft hafa haft samband við borgaryfirvöld, en ekkert gengi að fá tunnuna tæmda.

Bríetartorg er á horni Amtmannsstígs og Þingholtsstrætis. Það er kennt við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, sem var frumkvöðull í baráttu fyrir réttindum íslenskra kvenna. Bríet bauð sig fram til Alþingis fyrst kvenna, en vegna nýrra laga um útstrikanir hafði hún ekki erindi sem erfiði. Á torginu er minnismerki um Bríeti.

Borgaryfirvöld hafa orðað þá hugmynd að sekta þá sem sýna af sér sóðaskap á almannafæri og henda rusli. Viðmælandi Fréttablaðsins taldi að borgin yrði að ganga á undan með góðu fordæmi og taka til í eigin ranni áður en aðrir sóðar væru sektaðir.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×