Innlent

Fyrstu umræðu um stjórnarskrárdrögin lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður fær frumvarpið eftir viku. Mynd/ Vilhelm.
Ásta Ragnheiður fær frumvarpið eftir viku. Mynd/ Vilhelm.
Stjórlagaráð lauk fyrstu umræðu um drög að nýrri stjórnarskrá á 17 ráðsfundi sínum. Á fundinum fór fram umræðu um drögin og breytingatillögur frá fulltrúum ráðsins. Þá voru greidd atkvæði um breytingatillögur við frumvarpsdrögin.

Í fréttatilkynningu frá stjórnlagaráði kemur fram að síðari umræða um drög að nýrri stjórnarskrá fer fram eftir helgi og þá geti aftur orðið breytingar. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið í heild fer fram í næstu viku.

Frumvarpið verður formlega afhent, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á föstudaginn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×