Hluti grískra ríkisskulda felldur niður 22. júlí 2011 00:15 Sáttir, forsætisráðherra Grikklands, forseti ESB og forseti framkvæmdarstjórnar ESB. mynd/afp Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi. Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk þess hafa fjármálafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúmlega 6.000 milljarða króna. Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækkaðir úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár. „Í fyrsta sinn síðan þessi kreppa hófst getum við sagt að stjórnmálin og markaðurinn taki höndum saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að vaxtalækkunin ein spari Grikkjum 30 milljarða evra næstu tíu árin. Írland og Portúgal, sem eins og Grikkir höfðu fengið neyðarlán frá ESB og AGS, fá nú sömu lánakjör og Grikkir en enga skuldaeftirgjöf hjá fjármálafyrirtækjum. Í yfirlýsingu leiðtoganna segjast þeir líta á vanda Grikklands sem einsdæmi og því sé réttlætanlegt að Grikkir fái meiri aðstoð en önnur ríki. Þessi viðbrögð evruríkjanna við vanda Grikkja urðu til þess að evran styrktist á gjaldeyrismörkuðum í gær og evrópsk hlutabréf hækkuðu einnig í verði. Í viðbót við þessa fjárhagsaðstoð við Grikki samþykktu leiðtogarnir að gera neyðarsjóð sambandsins sveigjanlegri og veita honum auknar heimildir til að grípa inn í ástandið þegar í óefni stefnir, þannig að nú verður hann nánast eins og gjaldeyrissjóður evruríkjanna. Að loknum fundinum sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, að skuldavandi nokkurra aðildarríkja hafi verið farinn að ógna stöðugleika alls evrusvæðisins. „Í dag höfum við sýnt að við munum ekki gefa neitt eftir þegar kemur að því að verja myntbandalag okkar og sameiginlegu myntina,“ sagði hann. „Þegar leiðtogar Evrópusambandsins segjast ætla að gera „allt sem þarf“ til að bjarga evrusvæðinu, þá er það einfalt: Við meinum það sem við segjum.“gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi. Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk þess hafa fjármálafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúmlega 6.000 milljarða króna. Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækkaðir úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár. „Í fyrsta sinn síðan þessi kreppa hófst getum við sagt að stjórnmálin og markaðurinn taki höndum saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að vaxtalækkunin ein spari Grikkjum 30 milljarða evra næstu tíu árin. Írland og Portúgal, sem eins og Grikkir höfðu fengið neyðarlán frá ESB og AGS, fá nú sömu lánakjör og Grikkir en enga skuldaeftirgjöf hjá fjármálafyrirtækjum. Í yfirlýsingu leiðtoganna segjast þeir líta á vanda Grikklands sem einsdæmi og því sé réttlætanlegt að Grikkir fái meiri aðstoð en önnur ríki. Þessi viðbrögð evruríkjanna við vanda Grikkja urðu til þess að evran styrktist á gjaldeyrismörkuðum í gær og evrópsk hlutabréf hækkuðu einnig í verði. Í viðbót við þessa fjárhagsaðstoð við Grikki samþykktu leiðtogarnir að gera neyðarsjóð sambandsins sveigjanlegri og veita honum auknar heimildir til að grípa inn í ástandið þegar í óefni stefnir, þannig að nú verður hann nánast eins og gjaldeyrissjóður evruríkjanna. Að loknum fundinum sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, að skuldavandi nokkurra aðildarríkja hafi verið farinn að ógna stöðugleika alls evrusvæðisins. „Í dag höfum við sýnt að við munum ekki gefa neitt eftir þegar kemur að því að verja myntbandalag okkar og sameiginlegu myntina,“ sagði hann. „Þegar leiðtogar Evrópusambandsins segjast ætla að gera „allt sem þarf“ til að bjarga evrusvæðinu, þá er það einfalt: Við meinum það sem við segjum.“gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira