Erlent

Stærsti fíkniefnafundur í sögu Mexíkó

Herinn í Mexíkó hefur lagt hald á mesta magn af fíkniefnum í sögu landsins. Alls fundust 840 tonn af efnum og efnasamböndum sem nægt hefðu til að framleiða sterkt amfetamín fyrir allt að 3.000 milljarða kr.

Efnin fundust í lagerbyggingu um 200 kílómetra fyrir norðan Mexíkóborg. Samstarf bandarískra og mexíkanskra yfirvalda í baráttunni gegn fíkniefnagengjum í Mexíkó sem starfa á landamærum landanna hefur leitt til þess að 2.000 manns hafa verið handteknir á síðustu 20 mánuðum. Þar að auki hefur verið lagt hald á um 12 tonn af fíkniefnum og 62 milljónir dollara í reiðufé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×