Erlent

Segist til viðræðu um hvaðeina

Mynd/AP
„Allt er til umræðu. En við verðum að setjast niður," sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í viðtali á arabísku sjónvarpsstöðinni Al Arabiya í gær. Hann setti sem fyrr þau skilyrði að aðeins yrði rætt við þá sem viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, en sagðist gera sér grein fyrir að hann þyrfti að gera erfiðar málamiðlanir.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur fram í arabísku sjónvarpi til að ná eyrum Palestínumanna. Í viðtalinu lagði hann kapp á að fá Palestínumenn aftur að samningaborðinu, en þeir hafa neitað að halda áfram samningaviðræðum meðan ísraelsk stjórnvöld leyfa landtökufólki að halda áfram uppbyggingu á herteknu landsvæði.

Viðtalið virðist endurspegla áhyggjur ísraelskra stjórnvalda af þeim áformum Palestínumanna, að leita einhliða viðurkenningar hjá Sameinuðu þjóðunum á stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×