Innlent

Tunnumótmæli á Austurvelli 17. janúar

Frá mótmælunum 4. október á síðasta ári.
Frá mótmælunum 4. október á síðasta ári. Mynd/Anton Brink
Hópur fólks hefur boðað til mótmæla á Austurvelli 17. janúar næstkomandi. Á Facebook síðu hópsins segir að tunnuslættinum í mótmælunum undanfarna mánuði hafi verið líkt við „hjartslátt þjóðarinnar" og að nú skuli hann fá að heyrast á ný.

„Mætum, eins og 4. október, í öllum okkar fjölbreytileik og stöndum saman í því að brjóta niður spillingar- og lygamúrinn og krefjumst gagngerrar uppstokkunar."

Á síðunni eru atvinnurekendur og stofnanir á landsbyggðinni hvattar til að gefa starfsfólki sínu frí þennan dag „þannig að þeir og íbúar höfuðborgarsvæðisins og nágrennis hafi möguleika á að sameinast á Austurvelli. Samstaðan er nefnilega sterkasta aflið gegn lyginni!"

Hægt er að nálgast Facebooksíðu mótmælanna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×