Lífið

Erfitt fyrir eldri karla að fá hlutverk

Leikarinn Harrison Ford segir að eldri karlar í Hollywood eigi alveg jafn erfitt með að fá góð hlutverk og eldri konur.

„Ég skil mjög vel þessar kvartanir um að það séu engin góð hlutverk fyrir eldri konur , en ég vil að það sé ljóst að það eru engin góð hlutverk heldur fyrir eldri karla," sagði hann.

Nýjasta mynd Fords, sem verður 69 ára á þessu ári, nefnist Morning Glory. Þar leikur hann fréttamanninn Mike Pomeroy sem þolir ekki að starfa við morgunsjónvarp. Á móti honum leika Rachel Adams, Diane Keaton og Patrick Wilson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.